Hringbraut skrifar

Mynd dagsins: „hvíldu í friði elsku vinur“

14. desember 2019
16:47
Fréttir & pistlar

„Það voru þrír vinir hans Leifs sem skokkuðu upp á Heimaklett núna í kvöld og kveiktu á kertum sem mynduðu kross til minningar um elsku Leifs Magnúsar vinar okkar. Hvíldu í friði elsku vinur.“

Þetta kemur fram á fréttasíðunni Tígull í Vestmannaeyjum sem gaf góðfúslegt leyfi til að birta mynd sem Tói Vídó tók fyrir miðilinn.

Þjóðin er harmi slegin vegna andláts Leifs Magnúsar Grétars­sonar Thisland en hann féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði, eftir að hafa reynt að aðstoða bónda á svæðinu. Leif Magnús var aðeins 16 ára gamall þegar hann lést. Hann flutti hingað til lands eftir að móðir hans var myrt í sorglegu sakamáli í Noregi.

Blessuð sé minning Leifs Magnúsar.

\"\"

\"\"

Arnar Gauti Egilsson, Snorri Rúnarsson og Hafþór Hafsteinsson fóru uppá Heimaklett / Mynd tók Tói Vídó