Mynd dagsins: Hesturinn Hetta fór að skoða gosið

Um þriðjungur landsmanna hefur nú séð gosið í Geldingadölum, ýmist farið á staðinn eða séð bjarmann af gosinu með berum augum.

Það er þó ekki aðeins mannfólk sem hefur farið upp að gosinu.

Ljósmyndari Fréttablaðsins náði stórskemmtilegri mynd af hestinum Hettu frá Skeggjastöðum við gosið í dag en Hetta var þar klædd ábreiðu sem bar íslenska fánann.

Hetta var á svæðinu fyrir myndatöku hjá KIDKA á Hvammstanga, framleiðslufyrirtæki, búð og netverslun fyrir prjónavörur.

Myndina má sjá hér fyrir neðan.

Hetta tók sig vel út í íslenska fánanum við gosstöðvarnar.
Fréttablaðið/Valgarður Gíslason