Mynd dagsins: Guðmundur gráti næst yfir höndunum

„Þegar þú hefur verið án hand­leggja í 23 ár, að sjá svona mynd af sjálfum sér hefur meiri á­hrif en ég get nokkurn tímann lýst,“ segir Guð­mundur Felix Grétarsson í nýjustu færslu sinni á Facebook en hann er nú allur að koma til eftir að læknar í Frakklandi græddu á hann tvær hendur í janúar.

Guðmundur hefur leyft almenningi að fylgjast með ferlinu en í færslunni lýsir hann því hvernig hann hefur lært að lifa með því að vera handalaus. „En ég væri að ljúga ef ég héldi því fram að mér líkaði það.“

„Það að sjá sjálfan mig heilan á ný lætur mig tárast,“ segir Guðmundur en myndina sem um ræðir má finna hér fyrir neðan.

Guðmundur tekur sig vel út með nýju hendurnar.
Mynd/Facebook