Mynd dagsins: Guð­mundur Frank­lín af­hjúpar kosninga­jeppann

21. maí 2020
18:18
Fréttir & pistlar

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, fram­bjóðandi til for­seta Ís­lands, af­hjúpaði í dag jeppann sem verður notaður í kosninga­bar­áttunni. Jeppinn er auð­þekkjan­legur enda mynd af for­seta­efninu á báðum hliðum á­samt kosninga­lof­orðum.

Á húddi bílsins stendur stórum stöfum „Fram til sigurs!“ og þykir ljóst að Guð­mundur ætli að koma sér alla leið á Bessa­staði á bílnum. Aftan á bílnum er skrifað „Berjumst saman gegn spillingu!“ en það er ein­mitt megin slag­orð hans í kosninga­bar­áttunni.

Hann minnir þar með á að hann er að eigin sögn einn þeirra sem vill breytingar í þjóð­fé­laginu og hefur sagt spillingunni stríð á hendur. Hér fyrir neðan má sjá myndir af bílnum.