Mynd dagsins: Edda Sif fór í geymsluna og fann ýmislegt óvænt

Það getur verið íþyngjandi að skella sér í tiltekt í geymslunni en kosturinn er allavega sá að þá finnur maður ýmislegt sem maður var búinn að gleyma.

Íþróttafréttakonan góðkunna Edda Sif Pálsdóttir segir frá því á Twitter að hún hafi einmitt farið í geymsluna í gær og fundið ýmislegt óvænt, meðal annars löngu útrunninn pakka af smokkum.

„Meðal þess sem ég er búin að finna í geymslunni í dag eru allar barnatennurnar mínar, ástarbréf frá gömlum kærustum, smokkapakki sem rann út 2011 og fjórir svartir ruslapokar af fötum sem ég hélt að hefðu farið í Góða hirðinn fyrir 10 árum. Já og eiginhandaráritanir,“ segir Edda og birtir mynd af áritunum íslenskra landsliðsmanna í handbolta eftir leik gegn Þýskalandi fyrir býsna mörgum árum.