Mynd dagsins: „Bókstaflegi afgreiðslumaðurinn á vakt í kvöld“

Stjörnublaðamaðurinn Björn Þorfinnsson sem ritstýrir DV lenti heldur betur í skondu atviki í kvöld. Hann var að panta hamborgara frá ónefndum veitingastað í höfuðborginni til að taka með heim fyrir sig og fjölskylduna, sagði hann við afgreiðslumanninn: „Svo ætla ég að fá bara ost á annan barnaborgarann.”

„Bókstaflegi afgreiðslumaðurinn á vakt í kvöld,“ segir Björn á Twitter og birtir mynd af borgaranum: