Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ákvað að deila mynd af kvöldmatnum í gærkvöldi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Af myndinni dæmi var fjármálaráðherrann að gæða sér á hrognum en slíkur matur hefur nýverið í umræðunni eftir að Kristján Berg, Fiskikóngur, tilkynnti um lokun á einni elsku fiskverslun landsins.
„Unga kynslóðin kann ekki að borða t.d. hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa upp á,“ sagði Kristján.
Bjarni telst nú líklegast ekki til ungu kynslóðarinnar en aldrei að vita nema hann hafi boðið börnunum sínum upp á hrogn.
