Mynd dagsins: Bjarni Ben birtir mynd af kvöld­matnum – „Al­vöru matur“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, á­kvað að deila mynd af kvöld­matnum í gær­kvöldi með fylgj­endum sínum á sam­fé­lags­miðlum.

Af myndinni dæmi var fjár­mála­ráð­herrann að gæða sér á hrognum en slíkur matur hefur ný­verið í um­ræðunni eftir að Kristján Berg, Fiski­kóngur, til­kynnti um lokun á einni elsku fisk­verslun landsins.

„Unga kyn­­­slóðin kann ekki að borða t.d. hrogn og lifur, létt­saltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. Unga kyn­­­slóðin er ekki lengur alin upp við þessa matar­­­­­menningu, sem er svo sárt að horfa upp á,“ sagði Kristján.

Bjarni telst nú lík­legast ekki til ungu kyn­slóðarinnar en aldrei að vita nema hann hafi boðið börnunum sínum upp á hrogn.