Mótefnahroki meðal bólusettra Íslendinga: Telja sig undanþegna sóttvarnareglum

Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að ekki hafi borið á svokölluðum mótefnahroka meðal bólusettra sundlaugargesta í lauginni. Hún hafi þó heyrt af því í öðrum sundlaugum.

Þetta segir Anna í samtali við Fréttablaðið en þar er fjallað um sjálfsöryggi þeirra sem eru með mótefni gegn COVID-19 og telja sig af einhverjum ástæðum undanþegna sóttvarnarreglum. Anna segir við Fréttablaðið að hún hafi heyrt af þessu á öðrum sundstöðum.

„Af eldra fólki sem teldi sig undan­skilið sótt­vörnum og það olli starfs­fólki ó­þægindum, en það hefur alls ekki borið á þessu í Vestur­bæjar­lauginni,“ segir Anna.

Eins og bent hefur verið á, til dæmis af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, geta bólusettir einstaklingar borið smit og jafnvel bólusettir einstaklingar geta smitast aftur. Það er því nauðsynlegt að fara að öllu með gát og breytir þá engu hvort viðkomandi hafi fengið bóluefni eða ekki.

Nánar er fjallað um mótefnahrokann á vef Fréttablaðsins.