Mosinn og stuðlabergið innblástur í hönnuninni á lúxus sveitahóteli undir Eyjafjöllum

Haustið 2017 opnaði UMI hótel, stórglæsilegt lúxus sveitahótel undir Eyjafjöllum á Suðurlandi þar sem náttúruna skartar sínu fegursta. Þegar horft er yfir fjallasýnina frá hótelinu blasir við Eyjafjallajökull ásamt Eyjafjöllum og það má með sanni segja að UMI hótel njóti dulúðar og leyndardóma náttúrunnar. Sandra Dís Sigurðardóttir innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður sá um hönnunina á hótelinu með stórfenglegri útkomu. Sjöfn Þórðar heimsækir Söndru Dís á UMI hótel og fær innsýn í hönnunina á hótelinu. „Hönnunin er mikið til sótt í náttúruna og liti hennar. Ég notaði haustlitina töluvert í hönnuninni ásamt formum og áferð úr náttúrunni eins og til dæmis mosann og stuðlabergið,“ segir Sandra Dís. Hót­elið stát­ar af fallegri litapallettu, stílhreinni uppröðun á hlut­um, form­um, efn­um og áferð. Sandra Dís hefur hugsað fyrir hverju smáatriði og mikið er lagt í alla lýsingu.

Á hótelinu eru alls 28 vel útfærð og hugguleg her­bergi, einstaklega fallegur bar þar sem ljósin frá Tom Dixon spila stórt hlutverk ásamt stórfenglegri fjallasýn sem er eins og lifandi málverk, setustofa þar sem hlýleikinn er í fyrirrúmi og glæsilegur veitingastaður með útsýnið út á hafið og Vestmannaeyjar sem gleður augað. Á veggjum hótelssins prýða fjölmargar ljósmyndir eftir gesti hótelsins, bæði úr upplifunarferðum um íslenska náttúru og frá staðnum sjálfum. Staðsetning hótelsins er einstök og Sjöfn fær Söndru til ljóstra upp leyndarmálinu hvers vegna þessi staðsetning var valinn. „Í fyrstu átti þetta að vera einhvers konar gistiheimili en síðan óx og óx verkefnið og úr varð lúxus sveitahótel,“ segir Sandra Dís og hefur notið hverrar einustu mínútu að byggja upp drauminn með foreldrum sínum og fjölskyldu. UMI hótel er fjölskyldurekið þar sem ástríðan hefur fengið að ráð för og mikill metnaður lagður í alla þjónustu sem og matinn sem boðið er upp á. Meira um leyndardóma UMI undir Eyjafjöllum í þættinum kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.