Mörður segir yfirmenn RÚV hafa varið Helga fyrir Samherja: „Þú veist örugglega eitthvað sem ég veit ekki“

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistataflokksins og fjölmiðlamaður til fjölda ára, hefur lýst yfir áhyggjum af stöðunni á RÚV eftir brotthvarf fréttamannsins Helga Seljan sem kemur í kjölfarið á brotthvarfi fjölda öflugra fréttamanna frá RÚV.

Gunnar Smári beindi orðum sínum að Merði Árnasyni, sem setið hefur í útvarpsráði í áraraðir, og spurði hvort útvarpsráð ætlaði ekki að halda neyðarfund. Mörður svaraði:

„Varla neyðarfund. Hann er að skipta um vinnu, hvort e-ð er á bak við það annað en álag og leiðindi af hálfu Samherja veit ég ekki. Yfirmenn á RÚV hafa varið Helga í þeim árásum.“

Athygli vekur að Lára Ómarsdóttir, sem hefur einnig yfirgefið Kveik, svaraði honum einfaldlega með: „??“

Mörður sagði þá: „Ja, þú veist örugglega eitthvað sem ég veit ekki.“

Mörður Áslaugarson, sem situr einnig í útvarpsráði, sagði einnig að það yrði ekki neyðarfundur: „Ekki neyðarfund en vissulega umræðu.“

Fleiri fréttir