Móðir Birnu Brjáns segir lög­regluna hafa brugðist: „Sagan sem er sögð er hetju­saga, en fyrir mér er það lygi“

Sigur­laug Hreins­dóttir segir lög­regluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum. Sigur­laug er í löngu við­tali í nýjastatölu­blaði Stundarinnaren nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­­semd­ir við fram­­göngu lög­­reglu í mál­inu og bein­ir til­­­mæl­um um úr­­bæt­ur til rík­is­lög­­reglu­­stjóra.

„Sagan sem er sögð er hetju­saga, en fyrir mér er það lygi,“ segir Sigur­laug í við­talinu.

„Ég get ekki lifað við þessa lygi lengur. Fyrir mér er þetta saga af því hvernig lög­reglan brást, al­menningur reis upp gegn mis­tökum hennar og hvernig mér var fórnað á þeirri veg­ferð, sem snerist ekki síst um að rétta í­mynd lög­reglunnar af.“

„Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Þegar dóttir Sigur­laugar skilaði sér ekki heim að­fara­nótt laugar­dagsins 14. janúar 2017 eftir að hafa farið út að skemmta sér með vinum sínum. Strax næsta morgun vissi Sigur­laug að dóttir sín væri í hættu stödd.

Þegar hún náði sam­bandi við lög­regluna mætti hún fá­læti. „Við gerum ekkert í þessu fyrr en á mánu­daginn þegar fólk kemur til vinnu, var svarið sem ég fékk. Á hálf­tíma til klukku­tíma fresti var ég að hringja og biðja lög­regluna um að bregðast við: Eruð þið ekki að fara að gera eitt­hvað?“

Þá er stöðug samskipti lögreglunnar við fjölmiðla einnig gagnrýnd í viðtalinu.Almennt hafi ekki tíðkast að reka mál með svo nákvæmum hætti í fjölmiðlum, en í þessu tilviki hafi lögreglan átt frumkvæði að samstarfi við fjölmiðla. Lögreglan réttlætti það með upplýsingaleit.

Hægt er að lesa langt og ítar­legt við­tal Stundarinnar við Sigur­laugu hér.