Minnist Maríu með hlýju: „Þú ert fal­legasta amma sem ég veit um“

7. júlí 2020
08:56
Fréttir & pistlar

„Hún varð amma frekar ung, var ekki orðin fer­tug. Ég sagði alltaf: Vá ég trúi ekki að þú sért amma, þú ert fal­legasta amma sem ég veit um,“ segir Gest­ný Rós Guð­rúnar­dóttir.

Gest­ný minntist systur sinnar, Maríu Óskar, sem fannst látin þann 3. júlí síðast­liðinn, með hlýju í hjarta í sam­tali við Frétta­blaðið í gær­kvöldi. Gest­ný hefur stofnað styrktar­reikning til að hjálpa börnum Maríu með út­farar­kostnað, en hún lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum 12 til 26 ára og tvö barna­börn.

„Mér leið líka alltaf eins og hún væri bara mín önnur mamma. Alveg fram á ung­lings­ár og mér líður stundum þannig enn­þá. Ég leit oft á börnin hennar sem syst­kinin mín því ég var nær þeim í aldri,“ sagði Gest­ný við Frétta­blaðið en María eignaðist dóttur sína þegar hún var 17 ára og svo eignaðist dóttir hennar dóttur sína einnig þegar hún var 17 ára.

Í sam­tali við Frétta­blaðið sagði Gest­ný að María hafi verið hand­lagin og elskað að prjóna. Hún var mikill fagur­keri og með sinn eigin stíl og var alltaf hlý­legt á heimili hennar.

„Allir segja: Mæja er svo skemmti­leg! Það er ekki hægt að lýsa henni öðru­vísi. Hún er bara svo skemmti­leg og var alltaf með svo á­huga­verðar hug­myndir. Hún fór oft í úti­legur með börnunum og eldaði besta mat í heimi. Hún var fyrst og fremst mamma og elskaði börnin sín af öllu hjarta. Hún var dá­sam­leg manneskja.“

Þeim sem vilja styrkja ást­vini Maríu Óskar er bent á þennan styrktar­reikning:

Kenni­tala: 130487-3009

Reikningur 0370-26-018860