Minnast Gísla Rúnars með söknuði: „Mér er orða vant“

Gísli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri og handritshöfundur lést á heimili sínu í gær. Fjölmargir hafa hlýlega minnst þúsundþjalasmiðsins á samfélagsmiðlum í dag.

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, segist hafa kynnst Gísla þegar hún var unglingur. Hann hafi verið mikill og djúpur húmoristi en að baki öllu gríni hans hafi fylgt lífsspeki.

Freyr Eyjólfsson, samskiptastjóri hjá Terra, segir Gísla hafa verið sannan gleðigjafa og listamann.

Knattspyrnuþjálfarinn Davíð Már Kristinsson segir grínistann hafa verið ótrúlegan snilling.

„Þessi mikli meistari er farinn á vit forfeðranna! Mikill missir og ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda,“ skrifar Kristinn Þórðarson, kvikmyndaframleiðandi og varamaður í Kvikmyndaráði.

Myndlistamaðurinn Bergur Thorberg minnist kærs vinar.

Bergur Þór Ingólfsson, leikari, leikskáld og leikstjóri, segir það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna með Gísla.