Milljónir horfa á myndbandið frá Íslandi: „Ég hefði endað í fangelsi“

Óhætt er að segja að uppátæki nokkurra ungra kvenna í flugvél Icelandair fyrir skemmstu hafi vakið athygli í netheimum. Farþegar á leið frá Toronto til Keflavíkur þurftu að gera sér að góðu að sitja í vélinni í fleiri klukkustundir vegna veðurs eftir að hún lenti.

Óskar Tryggvi Svavarsson, flugstjóri vélarinnar, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hann hefði labbað aftur í vélina og sagt, meira í gríni en alvöru, hvort það væri ekki hljómsveit um borð.

„ Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ sagði Óskar en um var að ræða meðlimi kanadískrar hljómsveitar.

Ekki eru þó allir netverjar hrifnir af uppátæki stelpnanna eins og glögglega má lesa í meðfylgjandi þræði á Twitter.

„Þessar stelpur hljóma vel og ég óska þeim einskis ills, en ef ég hefði verið þarna hefði ég sennilega lent á bannlista hjá flugfélaginu.“

„Salernin eru full af fólki að fela sig.“

„Ég hefði farið út um neyðarútganginn. Alveg sama þó við værum í 31 þúsund fetum. Ég hefði tekið sénsinn.“

„Ástæðan fyrir því að hljóðeinangrandi heyrnartól voru fundin upp.“

„Ég hefði frekar látið mig frjósa í hel úti í kuldanum á Íslandi en að hlusta á þetta.“

„Martröð, bókstaflega.“

„Ég hefði endað í fangelsi.“