Miklar tafir á fyrstu tölum úr Reykja­vík

Ekki er von á fyrstu tölum úr Reykjavík fyrr en klukkan 01:30 í nótt, mögulega seinna. Þetta kom fram í kosningasjónvarpi RÚV.

Þar greindi kjörstjórn frá og sagði að tafirnar mætti rekja til nýrra kosningalaga. Oddvitar í Reykjavík voru mættir í kosningasjónvarp RÚV og ræddu við ríkisútvarpið.

Þeir voru keikir en fátt um eiginleg svör um gengið, enda engar tölur komnar í hús eins og búist hafði verið við. Framsókn virðist vera í kjörstöðu í miklum fjölda sveitarfélaga miðað við fyrstu tölur.

Formaður kjörstjórnar var spurður út í þetta á RÚV í kvöld, hvað væri að valda þessum töfum.

Hvaða nýju reglur eru þetta?

„Það þarf að gera grein fyrir því hvaða teljarar telja hvern bunka. Það er mjög nákvæmt bókhald um hvert atkvæði. Þetta er þannig að þetta er orðið mun nákvæmara, þetta bókhaldssystem er bara nýtt.“