Mikil­vægt að þiggja ráð­gjöf þegar tíma­bundnir erfið­leikar blasa við

25. maí 2020
11:02
Fréttir & pistlar

Björn Berg Gunnars­son deildar­stjóri hjá Ís­lands­banka verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Á tímum sem þessum er ekkert mikil­vægara en fjár­hags­legt öryggi heimilanna. Sjöfn Þórðar heim­sækir Björn Berg Gunnars­son deildar­stjóra hjá Ís­lands­banka í höfuð­stöðvar bankans og ræðir við hann um fjár­mál heimilana og mikil­vægi þess að nýta sér ráð­gjöf sér­fræðinga fyrir fjár­mál heimilanna sem í boði eru.

„Það eru ýmsar leiðir í boði fyrir þá sem lenda í tíma­bundnum greiðslu­erfið­leikum hjá bönkunum,“ segir Björn Berg og minnir jafn­framt á það að mikil­vægt sé að vanda allar á­kvarðanir sem teknar eru og varða fjár­mál heimilanna. Vert sé að bóka tíma hjá ráð­gjafa, fara yfir stöðuna í fjár­málum, meta hana og ræða þær leiðir sem í boði eru. Staða ein­stak­linga er ólík og því er mikil­vægt að meta stöðu hvers og eins til að velja hvaða leið sé best fyrir við­komandi. Meira um þetta í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.