Mikilvæg skilaboð frá Víði: Slakið á um helgina og látið lítið fyrir ykkur fara

Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn segir að Al­manna­varnir hafi vissu­lega á­hyggjur af hóp­myndun á þeim veitinga­stöðum sem verða opnir um helgina. Eins og greint var frá í dag verður skemmti­stöðum lokað tíma­bundið um helgina þar sem CO­VID-19-til­fellum hefur fjölgað nokkuð.

Víðir fór yfir stöðuna í sam­tali við Frétta­blaðið.

„En það sem við erum kannski að segja líka er það, hvort það sé ekki bara skyn­­sam­­legt fyrir hvern og einn ein­stak­ling að hafa sig hægan um helgina, allt í lagi kannski að fara að fá sér að borða og fara svo heim aftur en að djammið taki sér kannski hlé um helgina á meðan við erum að ná utan um þetta,“ hefur Frétta­blaðið eftir honum.

Víðir segir að ef horft er á fjölda smita nú miðað við fyrstu bylgju far­aldursins sé full á­stæða til að hafa á­hyggjur. Staðan sé kannski alveg sam­bæri­leg þar sem verið er að skima mjög fjöl­mennan hóp sem er út­settur fyrir smiti. Margir séu með ein­­kenni og tölu­verðar líkur á að smit sé út­breitt.

„Þess vegna viljum við beina þeim til­­­mælum til allra að þeir slaki á um helgina og láti lítið fyrir sér fara,“ segir Víðir.

Viðtal Fréttablaðsins.