Mikil ólæti í nótt: Erilsamt hjá lögreglu

28. nóvember 2020
10:48
Fréttir & pistlar

Það var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í daglegri dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir atburði næturinnar.

Í stuttri dagbók lögreglunnar segir að erilsamt hafi verið hjá lögreglu fyrri hluta næturinnar. Þá segir ennfremur að mikið hafi verið um ölvunartegnd mál og hávaðakvartanir.

Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögreglan fékk auk þess tilkynningar um tvö umferðarslys en bæði reyndust vera minniháttar.