„Met í ó­heiðar­leika,“ segir Alexandra

Alexandra Briem, for­seti borgar­stjórnar segir í færslu á Face­book síðu sinni að það sé hrein­lega met í ó­heiðar­leika að Sjálf­stæðis­flokkurinn sé að kynna það sem kosninga­á­herslu að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri leik­skóla­pláss.

„Þegar það er ný­lega búið að til­kynna að með þeim plássum sem klárast á árinu, þá verði öllum börnum boðið pláss frá 12 mánaða aldri núna í haust?,“ segir Alexandra í færslunni og telur þar með að Sjálf­stæðis­flokkurinn sé að stela árangri af upp­byggingu síðari ára.

„Vá, segi ég nú bara. Þetta er ein­hvers konar met í ó­heiðar­leika og tæki­færis­mennsku,“ segir hún að lokum.

Fólk hefur verið dug­legt að deila sinni skoðun um málið í at­huga­semdum.

Ormur Karls­son gagn­rýndi meiri­hlutann í borginni og segir: „Ég held að meiri­hlutinn ætti að tala sem minnst um börn og leik­skóla í Reykja­vík. Því­líka djöfuls ruglið,“ og bætir við að hann telji að meiri­hlutinn hafi verið með allt lóð­rétt niðrum sig síðustu 4 ár.

Jack Hrafn­kell Daníels­son sagði: „Héddna? Hve­nær hefur þú rekist á heiðar­legan sjálf­stæðis­mann?“

Hjörtur Hjartar sagði þetta: „Flokkurinn á fyrra metið líka,“ og gefur þar með til kynna að Sjálf­stæðis­flokkurinn eigi einnig fyrra metið um ó­heiðar­leika.

Færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan.

Fleiri fréttir