Meira kemur í ljós í máli Einars: Keypti vændi af fíkniefnasjúklingi sem ætlaði að kæra

Stundin hefur greint frá því að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafi keypti vændi af konu á árunum 2016 til 2018, en hún er í dag skjól­stæð­ing­ur SÁÁ.

Einar á að hafa keypt vændi af konunni á árunum á meðan hún var veikur fíkniefnaneytandi, en hún stundaði vændi til að fjármagna fíkniefnaneysluna.

Konan á að hafa gert tilraun til að kæra málið, eftir að hún náði bata á neyslu sinni, en hætti við það, en í dag er málið fyrnt.

Embætti landlæknis á að hafa verið meðvitað um málið frá árinu 2020, auk á að minnsta kosti eins stjórnarmanns í framkvæmdastjórn SÁÁ.