„Með gula við­vörun hangandi yfir okkur kaus Al­þingi að setja lög á verk­fall flug­virkja“

28. nóvember 2020
13:03
Fréttir & pistlar

„EF SETT ERU LÖG Á VERK­FÖLL EINNAR STÉTTAR- ER GRAFIÐ UNDAN VERK­FALLS­RÉTTI ANNARRA STÉTTA.“

Þetta skrifar Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, ó­háður þing­maður og fyrr­verandi þing­maður VG, á Face­book vegna at­kvæða­greiðslunnar á Al­þingi í gær­kvöldi þar sem sam­þykkt var að setja lög á verk­fall flug­virkja Land­helgis­gæslunnar.

Hún bendir á að gul við­vörun hafi verið hangandi yfir þjóðinni þegar á­kvörðunin var tekin.

„En að laga­setningin í gær­kvöldi hafi snúist ein­göngu um öryggi, er að mínu mati ekki rétt. Í öllu tali sínu um öryggi, þá hefði dóms­mála­ráð­herra átt að huga betur að því síðast­liðna mánuði.

Með því að stuðla að lausn og hvetja deilu­aðila á­fram. Deilan við flug­virkja hefur staðið yfir í 10 mánuði og 6 af 18 flug­virkjum hafa verið í verk­falli síðan 5. nóvember.

Ráð­herrann hefur því haft langan tíma til að tryggja öryggið sem henni er tíð­rætt um og forðast að koma fram með lög með engum fyrir­vara til að stöðva verk­fall vinnandi stéttar,“ skrifar Rósa.

Döpur og von­svikin

Rósa bendir á að kveðið sé á um verk­falls­réttinn í Mann­réttinda­sátt­mála Evrópu. Al­þjóða­vinnu­mál­stofnun hafi barist gegn því að ríkis­stjórnir taki réttinn af fólki með laga­setningu.

„Og ég var döpur og von­svikin að sjá að ofan í vinnu þingsins og at­kvæða­greiðsluna í gær­kvöldi, steig for­sætis­ráð­herra fram í fjöl­miðlum og boðaði mikil tíðindi í vinnu­markaðs­málum. Sem er að veita ríkis­sátta­semjara ríkari rétt til að stöðva verk­föll. Þannig að veikja á að­komu þingsins í þessu ferli og fela einum manni verk­falls­stöðvun. For­seti ASÍ mót­mælti líka harð­lega á sam­fé­lags­miðlum þessum hug­myndum for­sætis­ráð­herra.

Verk­falls­rétturinn er sterkasta vopn vinnandi fólks til að berjast fyrir kjörum sínum, réttur sem er notaður ef allt annað þrýtur. Við eigum að forðast í allra lengstu lög að skerða þann rétt með því að setja laga­setningar á þennan rétt, yfir­völd eiga að stuðla að því með öllu afli að samningar náist.

Það er nefni­lega svo að ef það eru sett lög á verk­falls­réttar einnar stéttar, er í raun verið að grafa undan verk­falls­rétti annarra stétta. Því kaus ég gegn lögum á verk­fall flug­virkja.“