Matur er mannsins megin og gleður bragðlauka og sál

6. júlí 2020
13:30
Fréttir & pistlar

Innlit í eldhús er eitt af því sem ávallt er áhugavert og gefandi. Enn skemmtilegra er að fá innsýn í matreiðsluna í eldhúsinu og fá góðar hugmyndir af uppskriftum og matargerð sem er unnin frá grunni. Sjöfn Þórðar heimsækir Birnu G. Ásbjörnsdóttir doktorsnema í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og matgæðing með meiru í eldhúsið í fallega húsið hennar á Eyrabakka að Smiðshúsum. Eldhúsið er staðurinn þar hjarta heimilisins slær og fjölskyldan nýtur þess að elda saman og njóta gæðastunda. Vinnuaðstaðan í eldhúsinu er til fyrirmyndar og er hönnuð með það í huga að vera góð vinnuaðstaða og allir geti verið þar saman.

F&H Birna G. Ásbjörnsdóttir að störfum.jpg

Sjöfn fær Birnu til að elda einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar og leyfa okkur áhorfendum að njóta. „Ég ætla að gera pítsu með hvítkálsbotni en við fjölskyldan bökum gjarnan saman pítsu með hollum og góðum botin og nýtum það hráefni sem til er,“ segir Birna og nefnir að hver og einn fjölskyldumeðlimur fái að njóta sín og velja ofan á sína pítsu sem bragðlaukarnir girnast. Birna leggur mikið upp úr því að elda frá grunni, vera með lífrænt og gott hráefni og helst íslenskt gæðahráefni eins og hægt er. Þegar Birna og fjölskyldan elda saman er huga að öllu, samverunni og líka gæðum þess sem borða er. Einnig er lögð áhersla á fara vel með hráefnið og sporna gegn matarsóun.

Fasteignir_og_Heimili_Birna G. Ásbjörnsdóttir - Pítsan.png

Matur er mannsins megin, segir máltækið og réttilega. „Fæðan er enda okkur öllum nauðsynleg til að lifa. Það sem við borðum veitir okkur þó ekki einungis lífsnauðsynlega orku heldur hefur fæðan veruleg áhrif á líðan og getur ráðið miklu um lífsgæði og heilbrigði,“ segir Birna og bendir á að það hafa rannsóknir vísindamanna í heilbrigðisvísindum sýnt fram á.

Það má með sanni segja að Birna hafa verið á undan sinni samtíð þegar hún byrjaði að huga að því hvað hún léti ofan í sig, mikilvægi þess að elda mat frá grunni og velja frekar lífrænt en unnar kjötvörur. „Ég hef alla tíð huga að þessu og þótti vera öðruvísi, hálf skrýtin en rannsóknir hafa nú sýnd fram hversu mikilvægt að huga að því sem við látum ofan í okkur, við erum það sem við borðum.“ Eins og Birna nefnir þá er staðreyndin sú að sumar fæðutegundir draga frekar úr líkum á að við fáum ýmsa sjúkdóma á meðan aðrar geta hreinlega aukið líkurnar á þeim. Næring getur líka verið áhrifavaldur í líðan einstaklinga sem glíma við ýmsa sjúkdóma. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um að samspil fæðu, þarmaflóru og gegndræpi þarma hafi áhrif á geðheilbrigði.

F&H Birna G. Ásbjörnsdóttir og Sjöfn Þ.jpg

Birna bendir á að örveruflóran í meltingarveginum hefur bein áhrif á heilsufar okkar, andlegt og líkamlegt. „Þessar örverur hjálpa okkur að brjóta niður fæðið og melta það ásamt því að framleiða ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynleg. Örverurnar framleiða einnig boðefni sem við nýtum okkur.“

Matarmikla pítsan með hvítkálsbotninum hitti svo sannarlega í mark, þar sem ástríðan í pítsugerðinni var í forgrunni og hráefnið fyrsta flokks. „Guðdómlega ljúffeng pítsa,“ segir Sjöfn og bætir við að þessa verði allir að prófa. Matarupplifun sem gefur bragðlaukunum gull í mund og eykur vellíðan. Missið ekki að áhugaverðu og freistandi innliti í eldhúsið til Birnu.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.