Máttlaus stjórnvöld reyna að ráða netinu

Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í netþróun, lýsir því á Hringbraut í kvöld hvernig margs konar yfirvald og samtök reyna að koma böndum á netið og því sem miður fer þar. Þórlaug lýsir þar því yfirþjóðlega valdi, ríkissstjórnum og því sem er óformlegra sem tekst á um að hafa stjórn á netsamfélaginu sem þekkir engin landamæri. Hún segir að innan Sameinuðu þjóðanna séu sérfræðingar að störfum sem reyni að koma í veg fyrir hatursglæpi á netinu en það sé nokkuð máttlaust verk. Þórlaug er nýkomin af ráðstefnu í Harvard háskóla þangað sem henni var boðið en Þórlaug hefur mikið látið að sér kveða í umræðunni um að standa vörðu um mannréttindi á Netinu. Viðtal við Þórlaugu er á Hringbraut kl.21 í kvöld.