Hringbraut skrifar

María bjargaði starranum Dodda: nú er hann byrjaður að tala – magnað myndskeið

21. febrúar 2020
18:20
Fréttir & pistlar

Í Kópavogi býr starrinn Doddi. María Tómasdóttir bjargaði honum síðasta vor. Hann heldur til í gróðurskálanum hjá Maríu og þegar Dodda leiðist talar hann við sjálfan sig og talar eins og María. RÚV greindi frá.

„Hann var bara nokkurra daga gamall þegar ég fékk hann,“ segir María en Doddi er alinn upp á hundafóðri og líkar það vel. Þegar Doddi talar við sjálfan sig er í nokkru uppáhaldi að segja:

„Doddi minn. Doddi minn. Komdu Doddi minn.”

Þegar Doddi var orðinn fleygur bauðst honum að yfirgefa heimili Maríu í Kópavogi og halda á vit ævintýranna, en hann vildi hvergi fara. Hér má sjá myndskeið þar sem Doddi bregður á leik: