Margrét spyr hvort hundurinn hennar sé sam­kyn­hneigður - „Kannast ein­hver við þetta?“

Margrét Frið­riks­dóttir, frum­kvöðla­fræðingur og einn af stjórn­endum Stjórn­mála­spjallsins á Face­book, varpaði á­huga­verðri spurningu fram í Hunda­sam­fé­laginu í gær. Veltir hún því fyrir sér hvort það geti verið að Birta, sjö ára tík Margrétar sem er af tegundinni Chi­huahua, geti verið sam­kyn­hneigð.

„Hér kemur ein undar­leg spurning, en ég er að velta fyrir mér hvort hundar geti verið sam­kyn­hneigðir og ein­hver hér hafi reynslu af því? En þannig er mál með vexti að hunda­stelpan mín hún Birta virðist hafa 0% á­huga á karl­kyninu og er ég búin að reyna para hana með mörgum flottum hundum síðan hún var 3 ára en hún verður 7 ára í sumar og ekkert gengið. Hún er til í að leika við þá í smá­stund en svo þegar þeir reyna eitt­hvað verður hún mjög reið og bítur þá frá sér. En svo á ég vin sem er með aðra Chi­huahua tík og Birta mín virðist ást­fangin af henni og fer alltaf að leika strák og riðlast aftan á henni og verður mjög ást­sjúk að virðist. Er eigin­lega búin á gefast upp á að reyna að para hana enda fer það að verða og seint og ég get ekki sett hana í tækni­frjóvgun þar sem hún hefur ekki eignast hvolpa náttúr­lega, kannast ein­hver við þetta?“

Fjöl­margir hafa skrifað at­huga­semdir við færsluna. Á meðan sumir segjast efast um að hundar geti verið sam­kyn­hneigðir virðast fleiri á þeirri skoðun að þeir geti sannar­lega verið þar.

„Við áttum rakka sem var alveg klár­lega sam­kyn­hneigður. Reyndum einu sinni að para hann en ekki séns. Hann hafði engan á­huga en riðlaðist á öllum rökkum sem hann hitti. Ég á bágt með að trúa því að hundar geti ekki verið sam­kyn­hneigðir,“ segir til dæmis ein.

Vísinda­vefurinn fjallar um sam­kyn­hneigð í dýra­ríkinu og í svari Jóns Más Hall­dórs­sonar líf­fræðings kemur fram að fræði­mönnum greini mjög á hvort sam­kyn­hneigð sé til á meðal dýra. Því sé í raun ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Jón Már vísar meðal annars í líf­fræðinginn Dr. Bruce Bagemi­hl sem hefur sagt að ástar­at­lot mætti tengja við sam­kyn­hneigð hjá um 450 tegundum dýra.

„Bagemi­hl heldur því fram að sam­kyn­hneigð sé mjög al­geng í dýra­ríkinu og í raun sé að­eins ein dýra­tegund til sem hafi eitt­hvað við hana að at­huga og það sé maðurinn,“ segir í svarinu. Jón bendir hins vegar á að margir vísinda­menn hafi gagn­rýnt þessar niður­stöður og efast um þær.