Margrét missti af tengi­fluginu og kemst ekki til Úkraínu

Margrét Frið­riks­dóttir, rit­stjóri Fréttin.is, mun ekki geta ferðast til Úkraínu til að fylgjast með at­kvæða­greiðslum um sam­einingu nokkurra úkraínskra héraða við Rúss­land. Þetta stað­festir hún í sam­tali við mbl.is.

Í því segist hún hafa misst af tengi­fluginu til Rúss­lands eftir að henni var vísað úr flug­vél Icelandair í gær.

Margrét segist ætla að sækja sér bætur, en tjónið er gríðar­legt að sögn hennar. Hún var búin að fjár­festa í dýrum búnaði sem nýta átti til kvik­mynda­gerðar, en húm ætlaði að gera heimildamynd.

Margrét segist vera komin með lög­mann í málið og að næsta skref sé að sækja bætur.