Margrét: Ekkert eðli­legt við það að fólk gangi um með fullar töskur af peningum

20. október 2020
20:00
Fréttir & pistlar

„Þetta þurfum við að fá upp á yfir­borðið því ríkis­sjóður þarf þetta, sveitar­fé­lögin þurfa þetta og við þurfum bara að ná í þessa peninga með hörku,“ segir Margrét Krist­manns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Pfaff, í þættinum Okkar á milli á RÚV.

Margrét skrifaði bak­þanka í Frétta­blaðið um liðna helgi þar sem hún ræddi meðal annars um skatt­svik. Hún vill að fyrir­tækja­eig­endur sýni meiri á­byrgð og hefur talað fyrir bættu sið­ferði í við­skiptum. Í þættinum, sem fjallað er um á vef RÚV, segist hún til dæmis vilja minnka það magn reiðu­fjár sem er í um­ferð.

„Hvernig stendur á því að fólki finnst það bara eðli­legt að í mína verslun komi fólk með þykkt um­slag af peningum til að kaupa kannski vörur fyrir milljón,“ spurði Margrét sem sagði að þetta gerðist ekki oft, en þó of oft og upp­hæðirnar væru mjög háar. Þannig heyrði hún af manni sem rekur fyrir­tæki sem selur glugga. Við­skipta­vinur vildi kaupa glugga í húsið sitt fyrir rúmar sex milljónir króna og borga fyrir þá með reiðu­fé. Fyrir­tækja­eig­andinn sýndi hins vegar á­byrgð og neitaði að taka við reiðu­fé. „Maðurinn fór og ég get lofað þér að húsið hans er ekki glugga­laust í dag,“ sagði hún.

Margrét sagði að lög­gjafinn gefi fyrir­tækja­eig­endum, verslunar­eig­endum þar á meðal, tæki og tól til að hrein­lega skikka fólk til að greiða með raf­rænum hætti þegar verslað er fyrir á­kveðna upp­hæð, yfir 50 þúsund krónur til dæmis.

„Það á ekki að vera hægt að fólk labbi um með út­troðin um­slög og skjala­töskur með peningum. Það vita allir sem vilja vita að 99,9% af þessum peningum eru svartir peningar,“ sagði hún.

Í grein sinni í Frétta­blaðinu um helgina benti Margrét á að fjár­mála­ráðu­neytið hefði árið 2017 fengið skýrslu með til­lögum til að draga úr skatt­svikum. Nú, þremur árum síðar, er skýrslan enn ofan í skúffu þar sem hún safnar ryki.

„Undan­farna ára­tugi hafa allar at­huganir á um­fangi skatt­svika hér á landi skilað svipuðum niður­stöðum. Tekju­tap ríkis og sveitar­fé­laga er ekki undir 100 milljörðum – á hverju einasta ári! Því mætti stundum á­lykta að það væri kerfis­læg tregða til að ráðast af hörku gegn skatt­svikum,“ sagði Margrét og bætti við að stundum væri sagt að þjóðar­í­þrótt Ís­lendinga væri að stela undan skatti.

„Við Ís­lendingar þurfum hins vegar þjóðar­á­tak gegn skatt­svikum. Ríkis­sjóður er gal­tómur og sveitar­fé­lögin eru í vanda og því er ó­þolandi að vita að ein­staklingar komist í­trekað upp með að greiða ekki það sem þeim ber til hins opin­bera en heimta á sama tíma ó­að­finnan­lega þjónustu á öllum sviðum.“

Grein Margrétar má nálgast hér.