Manstu eftir þessari aug­lýsingu? Þetta er Alexandra 26 árum síðar

14. janúar 2021
14:43
Fréttir & pistlar

Face­book-hópurinn Gamlar ljós­myndir er með þeim skemmti­legri hér á landi, enda rata þar reglu­lega inn skemmti­legar myndir í bland við fróð­lega mola.

Skemmti­legt inn­legg rataði inn í hópinn í morgun frá Birnu Gunnars­dóttur um aug­lýsingu sem mörgum er enn í fersku minni. Í aug­lýsingunni, sem er frá MS, syngur ung stúlka fal­legt lag við texta Þórarins Eld­járns, Ís­lensku­ljóðið svo­kallaða, en aug­lýsingarnar komu fyrst fyrir augu þjóðarinnar í októ­ber 1994.

„Aug­lýsingunum var ætlað að vekja al­menning til um­hugsunar um mikil­vægi þess að varð­veita tunguna. Voru aug­lýsingarnar hluti af á­taki MS, Ís­lenska er okkar mál,“ eins og segir á vef MS.

Birna birti ör­lítið nýrri mynd af Alexöndru við færsluna og vísaði í texta sem birtist á vef MS fyrir nokkrum árum. Í honum kom þetta meðal annars:

„Þessi geð­þekka unga stúlka hefur vakið mikla at­hygli með fram­komu sinni og söng í aug­lýsingu MS. Alexandra fæddist í Frakk­landi og átti síðan heima í Dan­mörku til átta ára aldurs. Seinna flutti hún í Kópa­voginn, og þegar hún var 11 ára hóf hún að syngja með Skóla­kór Kárs­ness. Alexandra hefur mikinn á­huga á leik­list og tón­list og hún hefur lært á fiðlu í fjöl­mörg ár.“

Alexandra flutti síðar aftur til Dan­merkur, Kaup­manna­hafnar nánar til­tekið, þar sem hún er bú­sett á­samt manni og börnum. Í um­fjöllun í Frétta­blaðinu í fyrra kom meðal annars fram að Alexandra hefði skrifað bók á­samt Fjólu Aðal­steins­dóttur og Ragn­heiði Jóns­dóttur sem gefin var í alla leik­skóla landsins. Kom fram að Alexandra hefði um ára­bil starfað í al­þjóð­legum leik­skóla í Kaup­manna­höfn og nýtt gráðu sína í upp­eldis­sál­fræði og rann­sóknir á ein­eltis­for­vörnum til að þróa þá tækni sem beitt er í bókinni.

Færslan í Face­book-grúppunni Gamlar ljós­myndir vakti upp góðar minningar hjá mörgum og segir ein til dæmis: „Alltaf gaman að sjá hvað hefur orðið úr fólki sem birtist á skjánum.“

Myndin sem birtist með um­fjöllun Frétta­blaðsins í fyrra er hér að neðan og er Alexandra fyrir miðri mynd eins og glöggir les­endur ef­laust sjá.