Mann­rétt­ind­a­dóm­stóll­inn legg­ur bless­un sína yfir ból­u­setn­ing­ar­skyld­u

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt blessun sína yfir lög í Tékklandi sem skyld­a for­eldr­a til að láta ból­u­setj­a börn sín áður en þau fara í leik­skól­a. Þett­a er nið­ur­stað­a Yfirdeildar Mann­rétt­ind­a­dóm­stóls Evróp­u í máli tékkneskra barna og foreldra þeirra, en þau fengu ýmist sekt eða var meinaður aðgangur að leikskólum vegna þess að börnin voru ekki ból­u­sett.

Fréttablaðið fjallaði um málið í dag en í dómi sem kveðinn var upp í morgun af yfirdeild Mannréttindadómstólsins er því slegið föstu að umrædd bólusetningarskylda skerð­i rétt­inn til eink­a­lífs. Dómurinn fellst hins vegar á að víðtæk bólusetning í samfélögum geti verið nauð­syn­leg­ í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i. Það sé lögmætt markmið að tryggja hjarðónæmi til að veita viðkvæmum einstaklingum vernd gegn því að faraldur blossi upp sem þeim steðji hætta af. Umrædd skerðing á mannréttindum sem bólusetningaskyldan er, telst því að mati dómsins réttlætanleg og fer ekki gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu.

Vikið úr skóla fyrir að vera óbólusett

Í einu þeirr­a fimm mála sem fóru fyr­ir Mann­rétt­ind­a­dóm­stól­inn var um að ræða fjöl­skyld­u sem neit­að­i að láta ból­u­setj­a dótt­ur sína með ból­u­efn­i gegn mis­ling­um, hett­u­sótt og rauð­um hund­um. Stúlk­an fór í leik­skól­a árið 2006 en var vik­ið úr hon­um tveim­ur árum seinn­a er heim­il­is­lækn­ir lét skól­a­meist­ar­ann vita að barn­ið væri ób­ól­u­sett.

For­eldr­ar henn­ar kærð­u mál­ið til tékk­neskr­a dóm­stól­a sem dæmd­i þeim í óhag með þeim rök­semd­um að feng­i stúlk­an að fara í skól­ann ób­ól­u­sett væri sam­nem­end­um henn­ar stefnt í hætt­u. Í hin­um mál­un­um höfð­u börn ekki feng­ið leik­skól­a­pláss og einn fað­ir var sekt­að­ur fyr­ir að hafa ekki lát­ið ból­u­setj­a börn sín að full­u.

Fleir­i ríki Evróp­u­sam­bands­ins hafa lög­fest skyld­u for­eldr­a til að láta ból­u­setj­a börn sín, til að mynd­a Þýsk­a­land, Frakk­land og Ítal­í­a.