Máni: „Allir fuckt i 10 daga“ - Simmi Vill: „Við búum í tvöföldu samfélagi“

Umboðs- og fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson sendir ríkisstjórninni kaldar kveðjur í ljósi nýju samkomutakmarkananna.

„Allir fuckt i 10 daga. Eða einkafyrirtæki fuckt i 100 daga. Auðvitað kemst ríkisstjórnin sem gerir ekki annað en að fjölga opinberum starfsmönnum að því að það sé best að fucka upp fólki í rekstri. Lifi ríkisvæðingin Sjálfstæðisflokks!,“ segir hann á Twitter.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta vanda rekstraraðila í veitingaþjónustu, sem hafa orðið fyrir miklum búsifjum í yfirstandandi bylgju heimsfaraldursins. Þannig samþykkti ríkisstjórnin í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp sem heimilar fyrirtækjum í tilteknum flokkum veitingaþjónustu, sem hafa orðið að sæta takmörkunum á opnunartíma, að fresta staðgreiðslu skatta og greiðslu tryggingagjalds.

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir að samfélagið sé tvöfalt:

„Við búum í tvöföldu samfélagi. Opinberir starfsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af afkomu sinni þegar takmarkanir eru settar. Starfsfólk á almenna frjálsa markaðnum hefur það ofan á allar aðrar áhyggjur.“

Fleiri fréttir