Málning er ekki bara málning – Málning er tæknileg

Hér áður fyrr hefðu margir sagt að málningarvinna og ráðgjöf í tengslum við hana væru einungis karlsmannsstörf. Það heyri fortíðinni til og konur kunna líka til verka. Málningarfyrirtækið Flügger er rótgróið alþjóðlegt fyrirtæki sem er þekkt fyrir gæði, framúrskarandi þjónustu og fjölbreytni. Sjöfn Þórðar heimsækir Elínu Ólafsdóttur sölu- og mannauðsstjóra hjá Flügger í höfðuðstöðvarnar á Stórhöfða og fær innsýn í tilurð þess að hún hóf störf hjá Flügger. Elín er fyrsta konan til að stýra sölu til málara á Íslandi. „Þetta starfsumhverfi heillað mig upp úr skónum,“ segir Elín og hefur blómstrað í starfinu. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef nokkrun tímann gert. Starfsfólkið hefur tekið svo vel á móti og málaranir mínir, en ég kalla þá alltaf málarana mína. Við erum búin að eiga mikil og góð samskipti og þeir eru búnir að kenna mér svo mikið um málingu. Ég get með sanni sagt að þetta sé virkilega gaman og að vera fyrsta konan í þessu hlutverki.“

Einnig fær Sjöfn að kynnast þeirri þjónustu og fjölbreytni í vöruúrvali sem þar er að finna. Elín hefur ástríðu fyrir starfi sínu og hefur gaman að því sem hún er að gera alla daga. „Flügger á Stórhöfða er hannað og sett upp með það í huga að hugsa um allar þarfi viðskiptavinarins. Flügger er alþjóðlegt fyrirtæki og er að nútímavæðast, alls konar tæknivæðingar eru í gangi og ég kom inn með þá reynslu sem þurfti inn í fyrirtækið.“ Elín segir jafnframt að þau leggi mikla áherslu á góða ráðgjöf fyrir viðskiptavini sína.

„Málning er ekki bara málning, málning er tæknileg. Það eru ákveðin málningarkerfi og þú getur ekki notað hvaða málningu sem á hvað sem er.“ En hvernig hefur Elínu læra allt um málningu og miðla til viðskiptavina sinna. „Það sem ég hef meðal annars gert er að ég hef verið að mála mikið heima hjá mér, ég málaði til dæmis allt húsið mitt að utan, og lærði þar með á allar útitegundir af málningu.“ Elín er ekki málari en hún vill læra á vörurnar sem hún selur , er hún þess vegna með næstum allar tegundir af inni málningu heima hjá sér í mismunandi litum og segir að þannig gæti hún rædd um málingu.

Á Stórhöfða er hægt að fá innsýn í smáíbúðina hennar Elínar, en hugmyndafræðin bak við hana var að kynna vöruna í fötunum fyrir viðskiptavinum og gefa þeim tilfinningu fyrir litavali. Við fáum að kíkja í smáíbúðina í Elínar og heyra frekar um tilurð hennar. Missið ekki af áhugaverðri heimsókn til Elínar í Flügger.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.