Málið fellt niður gegn Aroni og Eggerti

Kynferðisbrotamál á hendur landsliðsmönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni hefur verið fellt niður. DV greindi fyrst frá.

„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu," segir Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður mannanna í samtali við DV en Aron og Eggert sendu frá sér yfirlýsingu í haust og neituðu sök í málinu.

Forsaga málsins er sú að konan lagði fram kæru síðasta haust og sakaði þá Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Þeir hafa alla tíð neitað sök.