Hringbraut skrifar

Mál sem verður að rannsaka hratt og vel

12. desember 2019
10:42
Fréttir & pistlar

 „Nú reynir á okkar regluverk og vonandi kemur allt í ljós og málið skýrist.“

Guðmundur segir spurður um Samherjamálið að hann viti einfaldlega ekki hver áhrifin af því verði gagnvart fyrirtækjum í sjávarútvegi.

„Við höfum ekki orðið varir við það enn þá að neinu ráði, einhverjar smá fyrirspurnir. En þetta er mál sem verður að rannsaka vel og eins hratt og hægt er. Við verðum að treysta okkar stofnunum sem rannsaka málið; það hefur aldrei gefist vel að rjúka upp til handa og fóta og breyta lögum ef eitthvað kemur upp á. Nú reynir á okkar regluverk og vonandi kemur allt í ljós og málið skýrist.“