Magnús Scheving biðst afsökunar: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð“

Magnús Scheving, leikari, biðst afsökunar á þeim orðum sem hann lét falla í podcastþætti Begga Ólafs í vikunni um ofbeldi og að það sé ofbeldi að fá ekki kynlíf frá maka.

„Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á,“ segir Magnús í tilkynningu sem hann sendi frá sér í morgun.

Þar segi hann að í þættinum hafi umræðan borist að ákveðnu málefni og að orðin hafi komið „óboðlega út úr honum“.

„…því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt,“ segir Magnús.

Hann biður alla afsökunar sem hann kann að hafa sært

„Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar,“ segir Magnús í afsökunarbeiðni sinni.

Fjallað var um málið á vef Fréttablaðsins í gær en í þættinum sagði hann að of­beldi gæti átt sér stað á mörgum sviðum og sagði það meðal annars geta verið of­beldi þegar gift fólk fær ekki kyn­líf frá maka sínum í hlað­varpi Begga Ólafs. Þar tók hann fram að gæti hann veifað töfra­sprota og leyst eitt vanda­mál í heiminum væri það of­beldi. „Maður sér harminn sem gerist út í heimi, við stríð og fleira og þetta eru allt ein­hverjir karlar, ljótt að segja það er bara stað­reyndin,“ út­skýrði Magnús.

Þáttinn er hægt að horfa og hlusta á hér að neðan.

Fleiri fréttir