Magnús Hlynur lenti í ó­þægi­legu at­viki á HSU: „Þarna voru um 20 manns, börn og ung­lingar“

Land­byggðar­frétta­maðurinn Magnús Hlynur Hreiðars­son, greinir frá at­viki sem honum fannst ó­þægi­legt er hann fór í blóð­prufu á Heil­brigðis­stofnun Suður­lands á Sel­fossi.

„Kannski er það bara ég, en mér fannst frekar ó­þægi­legt í gær þegar ég fór í blóð­prufu á HSU hér á Sel­fossi að það skyldi vera hand­járnaður fangi með tveimur fanga­vörðum líka á bið­stofunni. Þarna voru um 20 manns, börn, ung­lingar og full­orðnir að bíða eftir alls­konar þjónustu, á­samt fanganum í járnunum. Þetta var ó­þægi­legt en kannski eðli­legt og allt í lagi, ég þekki það ekki, mér fannst alla­vega eitt­hvað mjög spés við þetta. Mín skoðun,“ skrifar Magnús Hlynur á Face­book.

Nokkrir greina frá sam­bæri­legu at­viki í at­huga­semdum undir færslu Magnúsar og segir móðir ein að hún hafi lent í sambærilegri stöðu með járnuðum fanga er hún var að fara með barnið sitt á heilsugæsluna. Hún segir að það hafi einnig verið ó­þægi­legt.

Einar Ólafs­son greinir hins vegar frá því að enginn ætti að óttast á meðan fanginn væri í járnum