Mælist með 0,1% fylgi - Skrifar opið bréf til könnunarfyrirtækisins

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mælist aðeins með 0,1 prósent fylgi í könnun Maskínu fyrir komandi Alþingiskosningar. Ef það verður niðurstaðan verður flokkurinn langt frá 5 prósent þröskuldinum sem kæmi formanninum Guðmundi Franklín Jónssyni og Glúmi Baldvinssyni á þing.

Guðmundur Franklín, sem varð landsþekktur eftir forsetaframboð sitt, er vægast sagt ósáttur við könnunarfyrirtækið Maskínu sem mælir flokkinn með svona lítið fylgi. Hefur hann farið framförum á samfélagsmiðlum í dag, í kvöld birti hann svo opið bréf til könnunarfyrirtækisins.

„Ja og þú kannt væntanlega ekki stærðfræði 1/1000 = 0,1% …..3/3000 = 0,1%… þið eruð gjörsamlega ömurlegt könnunarfyrirtæki sem gerir allt fyrir Framsóknarflokkinn. Það er ekkert að marka ykkur, ekki neitt. Þið eruð nkl. birtingarmynd spillingarinnar sem við í Frjálslynda lýðræðisflokknum ætlum að stoppa,“ segir í bréfinu.

„Þið tókuð sérstaklega fram að við mældumst varla, afhverju ætli það sé? Gæti skýringin verið sú að við erum ekki nefnd á nafn? Eruð þið að hjálpa lýðræðinu með þessu eða reyna að vera kúl. Þið eruð að stunda pólitíska skemmdarverkastarfsemi á smáflokk með hegðun ykkar og ættuð að skammast ykkar,… einhverjar eru áhyggjurnar! Þetta er óverjandi blekkingarleikur hjá ykkur.“