Lukkan leikur við fleiri Íslendinga í Lottó: 54 milljónum króna ríkari eftir kvöldið

Einn stálheppin miðaeigandi gekk út með fyrsta vinning í Lottó-útdrætti vikunnar en sá heppni fær 54 milljónir króna í vinning fyrir að vera með allar tölur réttar.

Líkt og mörgum er kunnugt skráði einn einstaklingur sig í sögubækurnar þegar hann vann rúma 1,2 milljarða í Víkingalottó í vikunni en um er að ræða stærsta vinninginn sem hefur nokkurn tíman komið til Íslands.

Þrátt fyrir að vinningur dagsins sé töluvert minni en sá í Víkingalottóinu gengur sá heppni eflaust sáttur inn í kvöldið.

Fleiri voru með heppnina með sér í liði í kvöld en tveir voru með allar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá því tvær milljónir króna fyrir vikið. Fimm voru síðan með fjórar tölur í réttri röð og fá því 100 þúsund hver auk þess sem fjórir skipta með sér bónusvinningnum og fá því tæplega 200 þúsund hver.

Aðalvinningurinn var keyptur í N1 Háholti í Mosfellsbæ en Jókermiðarnir voru annars vegar keyptir í áskrift og hins vegar á lotto.is.