Loka neyðarskýli fyrir heimilislausa

Neyðarskýli sem Reykjavíkurborg kom á laggirnar fyrir heimilislausar konur sem var opnað í Covid-faraldrinum verður lokað í júlí. Greint var fyrst frá þessu á MBL.

Úrræðið var tímabundið og átti að loka því síðasta sumar, það var framlengt um ár.

Regína Ásvalds­dótt­ir, for­stöðumaður vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, segir að verið sé að vinna í að koma konunum í langtímaúrræði.

Konu­kot verður eina neyðarú­rræðið fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur.

Hall­dóra R. Guðmunds­dótt­ir, for­stöðukona Konu­kots, seg­ir Konu­kot vera yf­ir­fullt marg­ar næt­ur. Tólf pláss eru þar í boði.

„Það er allt fullt hjá okk­ur, ekki á hverri nóttu en stund­um er yf­ir­fullt. Það fer eft­ir veðri og vind­um. Nýt­ing­in er nátt­úru­lega ósta­bíl, sum­ar eru bara eina nótt og sum­ar eru alltaf og svo skipt­ast þær út,“ segir Halldóra.