Lögreglustjórinn lokar gosstöðvunum á morgun

Gos­stöðvarnar í Mera­dölum verða lokaðar á morgun, en lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður svo staðan endur­metin seinni­partinn.

Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum tók þessa á­kvörðun vegna veðurs, en gular við­varanir taka gildi á svæðinu klukkan níu í fyrra­málið. Búist er við rigningu og miklu hvass­viðri og gert er ráð fyrir þrettán til á­tján metrum á sekúndu.

Vara­samt er fyrir öku­tæki sem taka á sig mikinn vind og aðra veg­far­endur. Í til­kynningunni kemur einnig fram að ekkert ferða­veður sé á meðan gula við­vörunin er í gildi.

Al­manna­varnir hafa beðið fólk um að láta er­lenda ferða­menn vita af lokuninni, en þeirri beiðni er beint sér­stak­lega á þá sem eiga í sam­skiptum við ferða­menn, ferða­þjónustu og gisti­heimili.

Fleiri fréttir