Lög­reglan vísaði Margréti Frið­riks úr flug­vél Icelandair: „Þær bara á­kváðu að ég mætti ekki fljúga“

Margréti Frið­riks­dóttur, rit­stjóra Fréttin.is, var vísað úr flug­­vél Icelandair í morgun. Starfs­­fólk Icelandair óskaði eftir að­­stoð lög­­reglu sem fylgdi Margréti úr vélinni. Þetta kemur fram í fréttFrétta­blaðsins.

Þar segir að Margrét væri á leið til Moskvu, höfuð­­borgar Rúss­lands, með milli­­­lendingu í Þýska­landi, en grímu­­skylda er enn í öllu flugi til Þýska­lands.

Sam­­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins kom til á­­taka vegna grímu­skyldu í vélinni en í sam­tali við Frétta­blaðið segir Margrét það bara hluta af sögunni.

„Þær (flug­freyjur Icelandair) byrjuðu með rosa­­lega stæla við mig út af öðru. Ég borgaði fyrir tösku því ég var með dýran far­angur með mér, ég er með svona ca­bin-tösku sem ég hef ferðast með um allan heim. Þær sögðu að það væri ekki pláss fyrir töskuna mína í vélinni,“ segir Margrét.

„Síðan kem ég að sætinu mínu og þá var bara pláss fyrir ofan sætið mitt. Fullt af plássi og ég sagði: Heyrðu það er pláss hérna fyrir töskuna, en þær sögðu nei,“ segir Margrét.

„Svo fóru þær að tala um að það væri grímu­­skylda og ég sagði bara ha? Er grímu­­skylda? Ég er ekki búin að heyra um það lengi, ég hélt þetta væri bara búið þetta Co­vid. En þeim fannst ég vera með rosa vesen og vísuðu mér úr vélinni og ég fékk ekki að fljúga,“ segir Margrét.

Aðspurð segir hún það rétt að lög­reglan hafi verið kölluð til, til að vísa henni úr vélinni.

„Þeir áttu ekki til orð yfir þessari fram­komu því ég var ekki með læti,“ segir Margrét. „Þær bara á­kváðu að ég mætti ekki fljúga. Ég setti meira að segja á mig grímu og sagði: Ég skal þá bara vera með grímuna. En það var ekki nógu gott þannig þær kölluðu bara til lög­regluna,“ segir Margrét.

Hægt er að lesa við­talið við Margréti í heild sinni hér.