Lög­regla sendir frá sér til­kynningu vegna and­láts barns

27. nóvember 2020
13:54
Fréttir & pistlar

„Vegna um­fjöllunar fjöl­miðla um and­lát ung­barns í haust vill Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu taka fram að ekki er talið að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti,“ segir í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Mann­líf greindi frá því í gær að rann­sóknar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu rann­saki and­láts ung­barns sem lést á vist­heimili barna á vegum Barna­verndar Reykja­víkur. Í fréttinni kom fram að and­látið hafi átt sér stað fyrr nærri tveimur mánuðum og lög­regla verjist allra frétta.

Þá kom fram að ekki væri vitað hvernig and­látið bar að og beðið sé eftir niður­stöðu krufningar er­lendis frá.

Nú hefur lög­regla hins vegar sent frá sér til­kynningu þar sem á­réttað er að ekki sé talið að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti. „Ekki verða veittar frekari upp­lýsingar um málið,“ segir lög­regla.