Lógó á nýjum pizzastað Zúista-bræðra að öllum líkindum tekið ófrjálsri hendi

18. janúar 2021
17:40
Fréttir & pistlar

Í morgun greindi Fréttablaðið frá því að Kickstar­ter-bræðurnir, Einar Ágústs­­son og Ágúst Arnar Ágústs­­son, væru mennirnir á bak við pizzu­­staðinn Slæs sem opnaði á dögunum með pompi og prakt í Iðn­búð 2 Garða­bæ.

Rekstrar­­fé­lag staðarins heitir Megn ehf. og er í 100 prósent eigu Einars en Ágúst Örn er skráður í vara­­stjórn fé­lagsins.

Glöggur hönnunarþenkjandi netverji las fréttirnar og benti Hringbraut umsvifalaust á að eitthvað kannaðist viðkomandi við lógó staðarins. Árið 2015 opnaði pizzustaðurinn Firecraft Pizza í Rapid-borg í Suður-Dakóta. Ef Facebook-síða staðarins er skoðuð má glögglega sjá að lógó félagsins, sem er höfundarréttarvarið, er nákvæmlega eins og lógó Slæs.

Lógó Firecraft Pizza:

Firezan.PNG

Lógó Slæs:

Slæs2.PNG

Í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins má lesa betur um feril bræðranna sem er skrautlegur í meira lagi.