Logi Pedro: „Við veiðum fátækum verkamenn, bókstaflega veiðum“

„Við erum ekki stétt­laust sam­fé­lag,“ segir tón­listar­maðurinn Logi Pedro Stefáns­son á Twitter-síðu sinni.

Þar gerir hann að um­tals­efni frétt sem vakti tals­verða at­hygli í gær, en hún sneri að að­gerðum lög­reglu í Garða­bæ í gær vegna gruns um að verka­menn sem hér starfa væru með fölsuð vega­bréf. Fjórir karl­menn voru hand­teknir á bygginga­svæði í bænum og í frétt Vísis sagði að nýr landa­mæra­eftir­lits­bíll hafi komið að góðum notum í að­gerðunum. Í bílnum vega­bréfaskanni sem er tengdur við Schen­gen-upp­lýsinga­kerfið og Inter­pol.

Nokkur um­ræða hefur verið um þetta á Twitter þar sem að­gerðir yfir­valda eru gagn­rýndar. Logi segir til að mynda: „Þú getur arð­rænt heilu þjóðirnar, stungið undan skatti, framið sið­lausa efna­hags­glæpi með tugi milljarða en samt fengið sím­tal til að heyra hvernig þér líður frá ráða­mönnum. Og fyrir allra augum. Við veiðum fá­tæka verka­menn, bók­staf­lega veiðum,“ segir hann.

Hrafn Jóns­son, pistla­höfundur og kvik­mynda­gerðar­maður, gagn­rýnir þetta einnig.

„Það er ó­trú­legt hvað það virðist ó­mögu­legt að hafa hér eftir­lit með peninga­þvætti, aflands­fé­lögum, kvóta­svindli og ó­lög­legum at­vinnu­háttum er­lendis, en ekkert mál að fjár­magna ein­hvern fas­ista­bíl sem rúntar um bæinn og í von um að nappa við­kvæmustu hópa þjóðarinnar,“ segir hann.