Logi óttast að Sjálfstæðisflokkurinn muni nýta sér kreppuástandið

11. nóvember 2020
19:17
Fréttir & pistlar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn muni notfæra sér krepputíma til að „koma sínum villtustu draumum í framkvæmd,“ og hefja umfangsmikla sölu á ríkiseignum. Þetta kom fram í viðtali við Loga hjá Vísi.

Hann vísaði þar til skýrslu OECD frá því í gær þar sem tillögur til úrbóta voru gerðar regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar en meðal annars voru tillögur gerðar þegar kemur að flugþjónustu. Ein helsta tillagan að úrbótum er sú að mögulega þyrfti að breyta skipan eignarhalds eða reksturs með rekstri Keflavíkurflugvelli.

Í skýrslunni kemur fram að Keflavíkurflugvöllur gegni þýðingarmiklu hlutverki fyrir ferðaþjónustu á Íslandi en völlurinn væri einn óhagkvæmasti og dýrasti flugvöllur í Evrópu, í samanburði við flugvelli af svipaðri stærð. Þá segir að rekstur Isavia, sem sér um rekstur flugvalla á Íslandi, sé sá óhagkvæmasti í Evrópu.

Logi segir í samtali við Vísi segir Logi að Keflavíkurflugvöllur ætti áfram að vera í höndum ríkisins en Viðskiptaráð er ekki sammála því. Logi segir að um gríðarlega mikilvægt fyrirtæki sé að ræða þegar kemur að öryggi og samgöngur og vissulega sé hægt að laga ýmislegt.

„Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi enn fremur.