Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar - Hættir þó ekki þingstörfum

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, til­kynnti í for­síðu­við­tali Frétta­blaðisins í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér til á­fram­haldandi for­mennsku í flokknum. Lands­fundur Sam­fylkingarinnar er haldinn í haust og því eru margir farnir að velta því fyrir sér hver tekur við af honum.
Krist­rún Frosta­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, hefur verið orðuð við for­mennsku. Össur Skarp­héðins­son kallaði eftir því í vikunni að Krist­rún ætti að taka við for­mennsku sem fyrst.
Krist­rún sagði í Face­book færslu á síðunni sinni að hún væri þakk­lát Loga fyrir störf sín og mót­tökurnar þegar hún fór að starfa með flokknum.
„Elsku Logi. Ein­stakur maður í alla staði. Takk fyrir þín störf og takk fyrir að taka svona vel á móti mér þegar ég slóst í för með ykkur í desember 2020. En mikið er ég líka á­nægð að við fáum að njóta krafta þinna þrátt fyrir for­ystu­breytingar – það er svo mikil­vægt, enda sterkur maður í pólitík,“ skrifar Krist­rún í færslunni.
Þótt Logi sé að hætta sem for­maður er hann hvergi af baki dottinn. „Ég hlakka til þess frelsis að vinna að mínum pólitískum málum sem fót­göngu­liði,“ segir hann í sam­tali við Frétta­blaðið.