Ljóst í dag hver situr í ríkisstjórn

Um hádegisbil í dag verður kynnt ný ríkisstjórn auk þess sem stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar verður kynntur. Boðað er til blaðamannafundar klukkan 13 á Kjarvalsstöðum þar sem formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs munu kynna og undirrita nýjan stjórnarsáttmála og ný ráðherraefni verða kynnt.

Eftir það mun ríkisráð koma saman til tveggja funda á Bessastöðum. Að þeim fundi loknum, rétt fyrir klukkan 17, mun ný ríkisstjórn vera kynnt á tröppunum á Bessastöðum en lyklaskipti fara þó líklega ekki fram fyrr en á mánudag.

Ekkert hefur enn verið formlega kynnt í ráðherraefnum flokkanna en í gær kvisaðist þó út af fjölmennum flokksráðsfundur hvaða ráðuneyti færu hvert og má búast við talsverður breytingum á ráðherraefnum og hlutverkum innan flokkanna miðað við það.

Sér­stakt mennta­mála­ráðu­neyti sem sér um skóla- og barna­mál verður hjá Fram­sókn en flokkurinn fær einnig sér­stakt menningar- og ferða­mála­ráðu­neyti. Sér­stakt inn­viða­ráðu­neyti verður einnig í höndum Fram­sóknar sem fer með hús­næðis- og skipu­lags­mál á­samt sam­göngu-og sveitar­stjórnar­málum.

Dóms­mála­ráðu­neytið fer aftur inn í innan­ríkis­ráðu­neytið munu Sjálf­stæðis­menn stýra því á­samt um­hverfis­ráðu­neytinu, utan­ríkis­ráðu­neytinu á­samt hluta at­vinnu­mála með fyrr­nefndu há­skóla og ný­sköpunar ráðu­neyti.

Vinstri græn munu stýra for­sætis­ráðu­neytinu, fé­lags­mála­ráðu­neytinu og sjávar­út­vegs og land­búnaðar­ráðu­neytinu.

Fleiri fréttir