Lit­ríkur og sumar­legur eftir­réttur töfraður fram sem lætur engan ó­snortinn

Gunn­laugur Arnar Inga­son ungur og efni­legur bakari og kon­dítori verður hjá Sjöfn Þórðar þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Það eru ekki allir sem hafa kjark, þor og dug til að opna nýja veislu­þjónustu þegar aðrir eru að draga saman. Gunn­laugur Arnar Inga­son ungur og efni­legur bakari og kon­dítori, sem á­vallt er kallaður Gulli, tók á­kvörðun á­samt æsku­fé­laga sínum sem virðist hafa hitt beint í mark og tryllt bragð­lauka lands­manna síðan á sumar­daginn fyrsta.

Gulli Arnar ætlaði að taka þátt í heims­meistara­keppni kon­dítora í Taí­van en í stað þess henti hann sér í djúpu laugina og opnaði á auga­bragði sína eigin veislu­þjónustu með æsku­fé­laga sínum, Böðvari og fór að töfra fram lit­ríka sæl­kera eftir­rétti og kökur fyrir heimilin og veislur. Sjöfn Þórðar heim­sækir Gulla í eld­húsið hjá Veislu­þjónustu Gulla Arnars og fræðist um til­urð þess að hann á­kvað að verða bakari og kon­dítori.

„Ég hef á­vallt haft á­huga á mat­reiðslu og matar­gerð og horfði mikið á mat­reiðslu­þætti. Þegar ég var í fram­halds­skóla var enginn neisti til staðar í því sem ég var að gera svo það fór svo að mamma hvatti mig til þess að fara í bakarann því hún vissi af þessum á­huga hjá mér,“ segir Gulli og sér ekki eftir því að hafa hlustað á hana.

Gulli er afar list­rænn bakari og kon­dítori og er iðinn að töfra fram sæl­kera eftir­rétti, makka­rónur og kökur sem bráðna í munni og gleðja augað. Sjöfn Þórðar fær Gulla til að kenna á­horf­endum að töfra fram guð­dóm­legan eftir­rétt sem vert er að bjóða matar­gestum upp á. Gulli valdi sumar­legan og lit­ríkan eftir­rétt sem lætur engan ó­snortinn. Þetta gæti verið sumar­eftir­rétturinn í ár.

Missið ekki af ein­stak­lega skemmti­legu inn­litið í eld­húsið til Gulla í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.