Listrænt og fallegt heimili Laufeyjar er fullt af orku

Það má með sanni segja að flest heimili lýsi vel þeim sem þar búa og áhugavert að sjá hvernig persónuleiki heimilisfólksins getur skinið í gegn. Sjöfn Þórðar heimsækir Laufeyju Arnalds Johansen myndlistakonu og fagurkera á heimilið hennar í þættinum Matur og Heimili. Laufey hefur búið sér fallegt heimili í Garðabænum í fallegu umhverfi. Heimili Laufeyjar er eitt af þeim heimilum sem lýsir þeim sem þar búa vel.

M&H Laufey Johnsen 15.jpg

Laufey er mikill fagurkeri og heimsborgari og listrænir hæfileikar hennar njóta sín sannarlega þegar kemur að því að prýða heimilið. Hún hefur afar gott auga fyrir fallegum hlutum sem tengjast öðrum menningarheimum og hefur tekið nokkrar hluti með sér heim þegar hún hefur verið á flugi í starfi sínu sem flugfreyja. „Ég hef til að mynda gaman að kínverskum styttum og fígúrum frá Egyptalandi, eins og útskornum fígúrum og þess háttar hlutum sem minna á aðra menningarheima,“ segir Laufey.

M&H Laufey Johnsen 14.jpg

Á veggjum heimilisins eru stórfengleg og falleg verk eftir Laufeyju sem fanga augað. Í verkunum ljóstrar Laufey upp listrænum hæfileikum sínum og sínum uppáhalds lit en hún segist fá mikla orku við sköpunina og innblásturinn fái hún víða. Uppáhalds litirnir hennar fá að njóta sín á heimilinu og koma vel út innan um innanstokksmuni ásamt litlu hlutunum sem hafa allir hlutverki að gegna.

Áhugavert innlit á listrænt heimili og vinnustofu Laufeyjar myndlistarkonu í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.