Lilja Alfreðsdóttir hjá Jóni G. í kvöld

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar, er gestur Jóns G. á Hringbraut í kvöld. Þau ræðu áherslur Lilju á aukinn útflutning Íslendinga – ekki síst á fjórðu stoðinni svonefndu; hugverkaiðnaðinum. Þá fara þau yfir það þegar hún sem starfsmaður Seðlabankans var í sömu vél og Gordon Brown í flugi frá Istanbúl í Tyrklandi og las honum pistilinn vegna Icesave-deilunnar.

„Bretar sáu til þess að við höfðum verið sett á lista yfir hryðjuverkamenn. Það var mjög þungt högg fyrir okkur Íslendinga. Það dundi hart á okkur. Það stefndi í að öllum greiðslukerfum yrði lokað vegna þess að við vorum á listanum. Þegar við ræddum við alþjóðlega fjárfesta sögðu þeir einfaldlega að þeir mætu ekki funda með okkur vegna þess að við værum á þessum lista. Það var verið að loka á öll samskipti okkar við umheiminn þannig að Gordon Brown var ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér.“

Þau Lilja og Jón G. ræða enn fremur dvöl hennar í Suður-Kóreu og það mikla efnahagsundur sem orðið hefur í landinu. Suður-Kórea reis upp úr því að vera sárafátækt land eftir Kóreustríðið til lands mikillar velmegunar.