Líf­töl­fræðingur gáttuð á Víði: Ekki endi­lega kaffi­kannan

29. nóvember 2020
15:09
Fréttir & pistlar

Jóhanna Jakobs­dóttir, líf­töl­fræðingur sem vinnur að spá­líkani fyrir kórónu­veiruna hjá Há­skóla Ís­lands, er gáttuð á Víði Reynis­syni, yfir­lög­reglu­þjóni og fram­göngu hans í að­draganda þess að hann smitaðist af CO­VID-19.

Jóhanna, sem er jafn­framt rann­sóknar­sér­fræðingur við Mið­stöð í lýð­heilsu­vísindum við Há­skóla Ís­lands, hefur áður verið opin­ská með skoðanir sínar hvað varðar bar­áttuna gegn CO­VID-19. Sagðist hún til að mynda hafa haft á­hyggjur af því að fólk væri ekki að fara eftir eins metra reglunni svo­köluðu í október síðastliðnum.

Sjá einnig: Hneyksla sig á smituðum Víði: „Víðir hefði betur hlýtt Víði“

Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrir hneykslað sig yfir því hve marga gesti Víðir fékk til sín á heimilið í að­draganda þess að hann smitaðist. Sagði Víðir sjálfur frá því í gær að tólf manns hefðu mætt á einum eða öðrum tíma­punkti til sín og konunnar hans helgina sem hann smitaðist.

„Ég er í svo miklu á­falli hvað komu margir á heimili Víðis á stuttum tíma. Ég næ ekki utan um það,“ segir Jóhanna í Face­book færslu þar sem hún ræðir málið.

„Ef allir hittu 10 manns heima hjá sér á 48 klst tíma­bili þá værum við í mjög slæmum málum. Á­stæðan fyrir því að okkur hefur gengið vel er að lang­flestir taka reglurnar skrefinu lengra,“ segir hún.

Þá vísar hún til orða Víðis þar sem hann segist telja að sam­eigin­legir snert­fletir líkt og kaffi­kannan og kaffi­bollarnir hafi borið smitið á milli. Segir hún svo ekki endi­lega þurfa að vera.

„Þetta var ekki endi­lega kaffi­kannan. 2m duga ekki í litlu rými með lé­legri loftun sem er við­varandi á­stand´a flestum heimilum þessa dagana,“ segir hún. Að lokum segist hún halda að hún þurfi á­falla­hjálp.